Tiger Woods gaf Darren Clarke góð ráð fyrir lokadaginn 17. júlí 2011 20:12 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. AFP Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. „Ég fékk tvö mjög góð skilaboð frá Tiger,“ sagði hinn 42 ára gamli Clarke sem er elsti sigurvegarinn á þessu móti frá því að Roberto de Vicenzo sigraði árið 1967. „Ég fékk ráðleggingar frá Tiger, og þau virkuðu,“ bætti Clarke við en Woods var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár vegna meiðsla á hné og hásin. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum en Clarke vann Woods í úrslitum heimsmótsins í holukeppni árið 2000. „Mér líður gríðarlega vel núna, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef látið mig dreyma um að vinna þetta mót frá því ég var strákur. Það gera allir krakkar sem stunda golf, og það er ótrúlegt að upplifa það að hafa náð þessu takmarki,“ sagði Clarke á fundi með fréttamönnum. Hann tileinkaði sonum sínum Tyrone og Conor sigurinn. „Þessi var fyrir strákana mína, þeir léku golf í morgun á Royal Portrush í morgun og horfðu síðan á mótið í sjónvarpinu,“ sagði Clarke en hann minntist einnig á fyrrum eiginkonu sína, Heather, sem lést úr krabbameini árið 2006 aðeins 39 ára gömul. „Það er örugglega einhver þarna uppi að fylgjast með mér og ég veit að hún er stolt af mér. Þetta er búið að vera langt ferðalag, ég yngist ekki, og ef þetta verður eini sigur minn á stórmóti þá veit ég gerði mitt besta. Það dugði til sigurs að þessu sinni. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. „Ég fékk tvö mjög góð skilaboð frá Tiger,“ sagði hinn 42 ára gamli Clarke sem er elsti sigurvegarinn á þessu móti frá því að Roberto de Vicenzo sigraði árið 1967. „Ég fékk ráðleggingar frá Tiger, og þau virkuðu,“ bætti Clarke við en Woods var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár vegna meiðsla á hné og hásin. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum en Clarke vann Woods í úrslitum heimsmótsins í holukeppni árið 2000. „Mér líður gríðarlega vel núna, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef látið mig dreyma um að vinna þetta mót frá því ég var strákur. Það gera allir krakkar sem stunda golf, og það er ótrúlegt að upplifa það að hafa náð þessu takmarki,“ sagði Clarke á fundi með fréttamönnum. Hann tileinkaði sonum sínum Tyrone og Conor sigurinn. „Þessi var fyrir strákana mína, þeir léku golf í morgun á Royal Portrush í morgun og horfðu síðan á mótið í sjónvarpinu,“ sagði Clarke en hann minntist einnig á fyrrum eiginkonu sína, Heather, sem lést úr krabbameini árið 2006 aðeins 39 ára gömul. „Það er örugglega einhver þarna uppi að fylgjast með mér og ég veit að hún er stolt af mér. Þetta er búið að vera langt ferðalag, ég yngist ekki, og ef þetta verður eini sigur minn á stórmóti þá veit ég gerði mitt besta. Það dugði til sigurs að þessu sinni.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira