Björgvin hættur: Fékk ekki nægan stuðning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2011 19:13 Björgvin Björgvinsson. Fremsti skíðamaður Íslands undanfarin ár, Björgvin Björgvinsson, hefur lagt skíðin á hilluna. Hann segist ekki hafa fengið þann stuðning sem afreksíþróttamaður þarf að fá. Yfirlýsingu frá Björgvin má lesa hér að neðan. Björgvin Björgvinsson, einn fremsti alpagreinaskíðamaður landsins, hefur ákveðið að hætta keppni í íþrótt sinni. Þessa ákvörðun tók hann að vandlega íhuguðu máli þegar hann taldi sýnt að Skíðasamband Íslands gæti ekki veitt honum þann stuðning sem honum væri nauðsynlegur til að komast í allra fremstu röð skíðamanna í heimi. Björgvin hefur verið fremsti skíðamaður Íslands um áraraðir og fikrað sig jafnt og þétt ofar á heimslistanum. Tvo síðastliðna vetur náði hann betri árangri en nokkru sinni fyrr. Í vor var hann í 51. sæti heimslistans í svigi, sem var hans aðalgrein en á þeim lista voru tæplega 8.000 keppendur.Stuðningurinn ekki miðaður við þarfir afreksfólks „Ég hef alla tíð haft mikinn metnað til að ná langt í skíðaíþróttinni og er stoltur af þeim árangri sem ég hef náð á mínum keppnisferli. Nú var komið að þeim áfanga að nauðsynlegt er að taka allt æfingafyrirkomulag, þjálfaramál, skipulag keppnishalds og fleiri þætti öðrum og mun fastari tökum en áður. Að sjálfsögðu stefnir hugur minn í allra fremstu röð eftir góðan árangur síðustu ára en til að komast hærra en ég hef náð, í hinum gríðarlega harða heimi alpagreina á skíðum, þarf mikið til. Þar er ég ekki síst að tala um þjálfaramál og aðstoðarfólk en bæði æfingar og keppnisþátttaka lúta öðrum lögmálum þegar komið er í hóp fremstu afreksmanna heims. Keppnisíþróttamenn eins og ég hafa alltaf að markmiði að bæta sig og ná lengra en sá stuðningur, sem í boði er hjá Skíðasambandi Íslands, miðast hins vegar ekki við að fylgja eftir afreksfólki í fremstu röð á heimsvísu í skíðaíþróttinni. Það eru mér að sjálfsögðu mikil vonbrigði og ákvörðunin var mér óneitanlega mjög erfið. Hana vel ég hins vegar frekar en sætta mig við afturför frá þeim stað sem ég hef þegar náð í skíðaíþróttinni,“ segir Björgvin, sem hefur tilkynnt Skíðasambandi Íslands að hann dragi sig út úr alpagreinalandsliði sambandsins sem hann var valinn í á dögunum.Stoltur af keppnisferlinum Björgvin segist stoltur af keppnisferli sínum og árangri á undanförnum árum og vonast til að hafa verið öðru ungu keppnisfólki fyrirmynd og hvatning. „Vonandi þróast mál þannig í framtíðinni að við byggjum upp stuðningskerfi bæði við grasrótina og keppnisfólkið þannig að nafn Íslands geti orðið meðal þeirra bestu í skíðaíþróttinni á alþjóðlegum vettvangi. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem Skíðasamband Íslands hefur veitt mér í gegnum árin, sömuleiðis Ólympíusamband Íslands, Íþróttasamband Íslands og ekki síst mitt heimafélag, Skíðafélag Dalvíkur. Auk þess hef ég notið stuðnings fjölmargra fyrirtækja sem ég kann miklar þakkir fyrir. Þá er ljóst að án stuðnings foreldra minna hefði ég aldrei náð þessum árangri. Ég hefði kosið að keppnisferillinn hefði orðið lengri og árangurinn ennþá betri en Skíðasamband Íslands getur ekki boðið upp á þann möguleika.“ Björgvin Björgvinsson er borinn og barnfæddur Dalvíkingur, sonur hjónanna Björgvins Gunnlaugssonar og Hafdísar Sigurbergsdóttur. Hann fæddist 11. janúar árið 1980 og byrjaði ungur að stunda skíðaíþróttina og taka þátt í mótum. Markmiðin voru snemma þau að komast í fremstu röð skíðamanna heims enda hefur Björgvin ætíð verið mikill og einbeittur keppnismaður. Hann hefur um árabil verið fastamaður í A-landsliði Skíðasambands Íslands.Þrennir Ólympíuleikar, heimsbikarmót og heimsmeistaratitill Björgvin hefur tekið þátt á þrennum Ólympíuleikum á ferlinum, þeim fyrstu í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 2002 og því næst í Torino á Ítalíu árið 2006 þar sem hann endaði í 22. sæti í svigi. Þriðju Ólympíuleikar Björgvins voru í Vancouver í Kanada í fyrra. Hann hefur tekið þátt í 48 heimsbikarmótum um allan heim, keppt á 102 Evrópubikarmótum og sex heimsmeistaramótum, þ.e. í St. Anton í Austurríki árið 2001, St. Moritz í Sviss árið 2003, Bormio á Ítalíu árið 2005, Are í Svíþjóð árið 2007, Val Disere í Austurríki árið 2009 og Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi á þessu ári. Átján ára gamall varð Björgvin heimsmeistari unglinga í stórsvigi árið 1998 í Chamonix í Frakklandi. Þá hefur hann þrisvar orðið Eyjaálfumeistari.Yfir þrjátíu Íslandsmeistaratitlar Á árunum 1998-2011 fagnaði Björgvin 31 Íslandsmeistaratitli (sjá bls. 3). Þá hefur hann einnig unnið fjölda alþjóðlegra FIS móta hérlendis og erlendis. Samantekinn árangur hans á alþjóðlegum FIS mótum frá árinu 1997 er eftirfarandi: •1. sæti = 57 sinnum, 2. sæti = 36 sinnum, 3 sæti = 21 sinnum, „Top 10“ = 209 sinnum. Þá eru ótaldar allar þær viðurkenningar sem hann hefur fengið en þess má geta að hann var kjörinn skíðamaður ársins á Íslandi níu sinnum á árabilinu 2002 til ársins 2010 en það eru íþróttafréttamenn og ÍSÍ sem tilnefna þann sem hreppir þann titil. Þá hefur hann verið kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 10 sinnum og í níu ár verið kjörinn íþróttamaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, nú síðast fyrir árið 2010. Síðustu tvo vetur náði Björgvin besta árangri sínum á svigmótum á ferlinum þegar hann endaði í 25. sæti 2009 og 24. sæti 2010 í heimsbikarmótum í Sagreb í Króatíu. Síðarnefndi árangurinn er sá annar besti hjá íslenskum skíðamanni frá upphafi. • Íslandsmeistari karla í risasvigi árið 1998. • Íslandsmeistari karla í stórsvigi árið 2000. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2001. • Íslandsmeistari karla í stórsvigi 2002. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2003. • 2004 féll Björgvin úr keppni í báðum greinum á Skíðamóti Íslands. • Íslandsmeistari karla í stórsvigi, annar í svigi og íslandsmeistari í alpatvíkeppni 2005. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2006. Það ár vann hann Eysteinsbikarinn sem er veittur fyrir besta samanlagðan árangur í skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn taka þátt í ár hvert. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2007. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2008 ásamt því að vinna FIS mótaseríu sem haldin var í tengslum við Skíðamót Íslands. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi, samhliðasvigi og alpatvíkeppni 2009. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2010. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi, samhliðarsvigi og alpatvíkeppni 2011. Samanlagðir Íslandsmeistaratitlar eru átta í svigi, ellefu í stórsvigi, tveir í samhliðarsvigi, níu í alpatvíkeppni og einn í risasvigi. Innlendar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Fremsti skíðamaður Íslands undanfarin ár, Björgvin Björgvinsson, hefur lagt skíðin á hilluna. Hann segist ekki hafa fengið þann stuðning sem afreksíþróttamaður þarf að fá. Yfirlýsingu frá Björgvin má lesa hér að neðan. Björgvin Björgvinsson, einn fremsti alpagreinaskíðamaður landsins, hefur ákveðið að hætta keppni í íþrótt sinni. Þessa ákvörðun tók hann að vandlega íhuguðu máli þegar hann taldi sýnt að Skíðasamband Íslands gæti ekki veitt honum þann stuðning sem honum væri nauðsynlegur til að komast í allra fremstu röð skíðamanna í heimi. Björgvin hefur verið fremsti skíðamaður Íslands um áraraðir og fikrað sig jafnt og þétt ofar á heimslistanum. Tvo síðastliðna vetur náði hann betri árangri en nokkru sinni fyrr. Í vor var hann í 51. sæti heimslistans í svigi, sem var hans aðalgrein en á þeim lista voru tæplega 8.000 keppendur.Stuðningurinn ekki miðaður við þarfir afreksfólks „Ég hef alla tíð haft mikinn metnað til að ná langt í skíðaíþróttinni og er stoltur af þeim árangri sem ég hef náð á mínum keppnisferli. Nú var komið að þeim áfanga að nauðsynlegt er að taka allt æfingafyrirkomulag, þjálfaramál, skipulag keppnishalds og fleiri þætti öðrum og mun fastari tökum en áður. Að sjálfsögðu stefnir hugur minn í allra fremstu röð eftir góðan árangur síðustu ára en til að komast hærra en ég hef náð, í hinum gríðarlega harða heimi alpagreina á skíðum, þarf mikið til. Þar er ég ekki síst að tala um þjálfaramál og aðstoðarfólk en bæði æfingar og keppnisþátttaka lúta öðrum lögmálum þegar komið er í hóp fremstu afreksmanna heims. Keppnisíþróttamenn eins og ég hafa alltaf að markmiði að bæta sig og ná lengra en sá stuðningur, sem í boði er hjá Skíðasambandi Íslands, miðast hins vegar ekki við að fylgja eftir afreksfólki í fremstu röð á heimsvísu í skíðaíþróttinni. Það eru mér að sjálfsögðu mikil vonbrigði og ákvörðunin var mér óneitanlega mjög erfið. Hana vel ég hins vegar frekar en sætta mig við afturför frá þeim stað sem ég hef þegar náð í skíðaíþróttinni,“ segir Björgvin, sem hefur tilkynnt Skíðasambandi Íslands að hann dragi sig út úr alpagreinalandsliði sambandsins sem hann var valinn í á dögunum.Stoltur af keppnisferlinum Björgvin segist stoltur af keppnisferli sínum og árangri á undanförnum árum og vonast til að hafa verið öðru ungu keppnisfólki fyrirmynd og hvatning. „Vonandi þróast mál þannig í framtíðinni að við byggjum upp stuðningskerfi bæði við grasrótina og keppnisfólkið þannig að nafn Íslands geti orðið meðal þeirra bestu í skíðaíþróttinni á alþjóðlegum vettvangi. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem Skíðasamband Íslands hefur veitt mér í gegnum árin, sömuleiðis Ólympíusamband Íslands, Íþróttasamband Íslands og ekki síst mitt heimafélag, Skíðafélag Dalvíkur. Auk þess hef ég notið stuðnings fjölmargra fyrirtækja sem ég kann miklar þakkir fyrir. Þá er ljóst að án stuðnings foreldra minna hefði ég aldrei náð þessum árangri. Ég hefði kosið að keppnisferillinn hefði orðið lengri og árangurinn ennþá betri en Skíðasamband Íslands getur ekki boðið upp á þann möguleika.“ Björgvin Björgvinsson er borinn og barnfæddur Dalvíkingur, sonur hjónanna Björgvins Gunnlaugssonar og Hafdísar Sigurbergsdóttur. Hann fæddist 11. janúar árið 1980 og byrjaði ungur að stunda skíðaíþróttina og taka þátt í mótum. Markmiðin voru snemma þau að komast í fremstu röð skíðamanna heims enda hefur Björgvin ætíð verið mikill og einbeittur keppnismaður. Hann hefur um árabil verið fastamaður í A-landsliði Skíðasambands Íslands.Þrennir Ólympíuleikar, heimsbikarmót og heimsmeistaratitill Björgvin hefur tekið þátt á þrennum Ólympíuleikum á ferlinum, þeim fyrstu í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 2002 og því næst í Torino á Ítalíu árið 2006 þar sem hann endaði í 22. sæti í svigi. Þriðju Ólympíuleikar Björgvins voru í Vancouver í Kanada í fyrra. Hann hefur tekið þátt í 48 heimsbikarmótum um allan heim, keppt á 102 Evrópubikarmótum og sex heimsmeistaramótum, þ.e. í St. Anton í Austurríki árið 2001, St. Moritz í Sviss árið 2003, Bormio á Ítalíu árið 2005, Are í Svíþjóð árið 2007, Val Disere í Austurríki árið 2009 og Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi á þessu ári. Átján ára gamall varð Björgvin heimsmeistari unglinga í stórsvigi árið 1998 í Chamonix í Frakklandi. Þá hefur hann þrisvar orðið Eyjaálfumeistari.Yfir þrjátíu Íslandsmeistaratitlar Á árunum 1998-2011 fagnaði Björgvin 31 Íslandsmeistaratitli (sjá bls. 3). Þá hefur hann einnig unnið fjölda alþjóðlegra FIS móta hérlendis og erlendis. Samantekinn árangur hans á alþjóðlegum FIS mótum frá árinu 1997 er eftirfarandi: •1. sæti = 57 sinnum, 2. sæti = 36 sinnum, 3 sæti = 21 sinnum, „Top 10“ = 209 sinnum. Þá eru ótaldar allar þær viðurkenningar sem hann hefur fengið en þess má geta að hann var kjörinn skíðamaður ársins á Íslandi níu sinnum á árabilinu 2002 til ársins 2010 en það eru íþróttafréttamenn og ÍSÍ sem tilnefna þann sem hreppir þann titil. Þá hefur hann verið kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 10 sinnum og í níu ár verið kjörinn íþróttamaður Ungmennasambands Eyjafjarðar, nú síðast fyrir árið 2010. Síðustu tvo vetur náði Björgvin besta árangri sínum á svigmótum á ferlinum þegar hann endaði í 25. sæti 2009 og 24. sæti 2010 í heimsbikarmótum í Sagreb í Króatíu. Síðarnefndi árangurinn er sá annar besti hjá íslenskum skíðamanni frá upphafi. • Íslandsmeistari karla í risasvigi árið 1998. • Íslandsmeistari karla í stórsvigi árið 2000. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2001. • Íslandsmeistari karla í stórsvigi 2002. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2003. • 2004 féll Björgvin úr keppni í báðum greinum á Skíðamóti Íslands. • Íslandsmeistari karla í stórsvigi, annar í svigi og íslandsmeistari í alpatvíkeppni 2005. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2006. Það ár vann hann Eysteinsbikarinn sem er veittur fyrir besta samanlagðan árangur í skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn taka þátt í ár hvert. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2007. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2008 ásamt því að vinna FIS mótaseríu sem haldin var í tengslum við Skíðamót Íslands. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi, samhliðasvigi og alpatvíkeppni 2009. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni 2010. • Íslandsmeistari karla í svigi, stórsvigi, samhliðarsvigi og alpatvíkeppni 2011. Samanlagðir Íslandsmeistaratitlar eru átta í svigi, ellefu í stórsvigi, tveir í samhliðarsvigi, níu í alpatvíkeppni og einn í risasvigi.
Innlendar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira