Björn á slæmar minningar frá Sandwich Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 16:00 Thomas Björn spilaði frábærlega í dag. Nordic Photos/AFP Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira