Norðurá efst með 810 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 11:52 Norðurá hefur gefið flesta laxa það sem af er sumri Mynd af www.svfr.is Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Annars eru næstu ár sem hér segir: Þverá/Kjarrá með 466 laxa, Selá er komin í 323 laxa sem er frábær veiði svona snemmsumars í henni, Elliðaárnar í 317, Miðfjarðará með 285 laxa sem er minna en í fyrra. Veiðin fer hægar af stað en síðustu ár en það ætti engin að örvænta enda er besti tíminn eftir og stórstraumur þann 16. júlí. Næstu ár á listanum eru Haffjarðará með 265 laxa, Langá með 255 laxa, Laxá í Aðaldal með 213 laxa, Grímsá með 165, Breiðdalsá er komin í 162 sem er frábært í þessari á. Menn eru farnir að veðja á að hún fari jafnvel vel yfir 1000 laxa þetta árið ef byrjunin segir eitthvað til um framhaldið því besti tíminn í henni hefur alltaf verið síðsumarið. Annars eru Laxá í Kjós og Bugða í 155 löxum, Ytri Rangá í 155, Eystri í 112, Hofsá í 102, Flóka í 100 og Laxá í Leirársveit í 100Laxá í Kjós 155, Ytri Rangá/Hólsá vesturbakki 155, Eystri Rangá 112, Hofsá 102, Flóka 100 og Laxá í Leirársveit 100. Sjá má fleiri tölur á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Annars eru næstu ár sem hér segir: Þverá/Kjarrá með 466 laxa, Selá er komin í 323 laxa sem er frábær veiði svona snemmsumars í henni, Elliðaárnar í 317, Miðfjarðará með 285 laxa sem er minna en í fyrra. Veiðin fer hægar af stað en síðustu ár en það ætti engin að örvænta enda er besti tíminn eftir og stórstraumur þann 16. júlí. Næstu ár á listanum eru Haffjarðará með 265 laxa, Langá með 255 laxa, Laxá í Aðaldal með 213 laxa, Grímsá með 165, Breiðdalsá er komin í 162 sem er frábært í þessari á. Menn eru farnir að veðja á að hún fari jafnvel vel yfir 1000 laxa þetta árið ef byrjunin segir eitthvað til um framhaldið því besti tíminn í henni hefur alltaf verið síðsumarið. Annars eru Laxá í Kjós og Bugða í 155 löxum, Ytri Rangá í 155, Eystri í 112, Hofsá í 102, Flóka í 100 og Laxá í Leirársveit í 100Laxá í Kjós 155, Ytri Rangá/Hólsá vesturbakki 155, Eystri Rangá 112, Hofsá 102, Flóka 100 og Laxá í Leirársveit 100. Sjá má fleiri tölur á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði