Zoran Miljkovic verður næsti þjálfari Leiknis í fyrstu deild. Fótbolti.net greinir frá því að Sigursteini Gíslasyni og Garðari Gunnari Ásgeirssyni hafi verið sagt upp störfum.
Miljkovic er ekki ókunnugur þjálfun í 1. deild. Hann stýrði Selfyssingum í tvö ár og var einnig afar sigursæll sem leikmaður. Hann varð meðal annars þrívegis Íslandsmeistari með Skagamönnum og tvívegis hjá ÍBV.
Gengi Leiknis hefur verið afar dapurt á tímabilinu. Liðið situr í botnsætinu ásamt HK og á enn eftir að vinna leik. Félagið var hársbreidd frá því að komast í Pepsi-deildina á síðustu leiktíð en tapaði gegn Fjölni í lokaleiknum sem varð liðinu að falli.
Gunnar Einarsson aðstoðarþjálfari Leiknis sem einnig hefur spilað með félaginu er sagður hættur hjá liðinu.
Sigursteinn látinn fara - Miljkovic tekur við
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

