Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari 10. júlí 2011 18:51 Fernando Alonso fagnar sigrinum á Silverstone í dag með liðsfélögum sínum hjá Ferrari. AP mynd: Tom Hevezi Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira