Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku.
Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum.
„Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC.
„Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax".
„Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum".
„Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus.
Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli.
Nicklaus: McIlroy á langt í land í að verða sá besti
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


