Körfubolti

Gekk best á NM þegar Helgi Már var inn á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon.
Helgi Már Magnússon. Mynd/Hag
Helgi Már Magnússon var efstur í plús og mínus á Norðurlandamótinu í körfubolta sem lauk í Sundsvall í Svíþjóð í gær. Íslenska landsliðið tryggði sér bronsið með sigri á Danmörku og Noregi í tveimur síðustu leikjum sínum.

Helgi Már var aðeins einn af þremur leikmönnum íslenska liðsins sem voru í plús í fjórum leikjum íslenska liðsins en hér er átt við hvernig leikurinn fer þegar ákveðinn leikmaður er inn á vellinum.

Helgi Már, Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson voru einu leikmenn íslenska liðsins sem voru í plús en Jón Arnór lék þó aðeins fyrstu 6 mínútur og 44 sekúndurnar í mótinu.

Helgi Már var með 5,3 stig og 3,3 fráköst að meðaltali á 18,0 mínútum í mótinu en hann var einnig með 1,0 stoðsendingu og 1,0 stolinn bolta að meðaltali í leik.

Íslenska liðið vann þær 72 mínútur og 12 sekúndur sem Helgi Már spilaði með 10 stigum. Hlynur spilaði í 127 mínútur og 20 sekúndur og þær vann íslenska liðið með 4 stigum. Ísland var síðan þremur stigum yfir þegar Jón Arnór þurfti að yfirgefa völlinn vegna axlarmeiðsla.

Hæstir í plús og mínus hjá Íslandi á NM:

Helgi Már Magnússon +10 (72 mínútur:12 sekúndur)

Hlynur Bæringsson +4 (127:20

Jón Arnór Stefánsson +3 (6:44)

Hörður Axel Vilhjálmsson -2 (79:46)

Pavel Ermolinkskij -5 (128:10)

Ólafur Ólafsson -5 (23:02)

Sigurður Gunnar Þorsteinsson -9 (12:45)

Jakob Örn Sigurðarson -11 (113:37)

Brynjar Þór Björnsson -12 (19:12)

Logi Gunnarsson -13 (112:21)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×