Laxá í Dölum að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2011 16:18 Mynd af www.svfr.is Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Sett var í sautján laxa í morgun og níu landað. Þar af voru fimm þeirra á svæði III sem hefur verið steindautt í sumar. Þetta er svo sem ekki nýlunda þegar að Laxá í Dölum á í hlut, en áin er þekkt fyrir að vera sein til og óútreiknanleg. Er aflanum oft misskipt því í rigningatíð geta göngurnar í ána orðið ævintýralegar. Einn leiðsögumanna keyrði til dæmis ofan í eina laxagönguna í morgun þegar að farið var yfir vað ofarlega í ánni. Splundraðist vaðið þegar að tugir laxa styggðust og ruku upp ána. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Sett var í sautján laxa í morgun og níu landað. Þar af voru fimm þeirra á svæði III sem hefur verið steindautt í sumar. Þetta er svo sem ekki nýlunda þegar að Laxá í Dölum á í hlut, en áin er þekkt fyrir að vera sein til og óútreiknanleg. Er aflanum oft misskipt því í rigningatíð geta göngurnar í ána orðið ævintýralegar. Einn leiðsögumanna keyrði til dæmis ofan í eina laxagönguna í morgun þegar að farið var yfir vað ofarlega í ánni. Splundraðist vaðið þegar að tugir laxa styggðust og ruku upp ána. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði