Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2011 16:23 Það er fallegt við Meðalfellsvatnið Við fengum þær fréttir frá Einari Sigurðssyni sem var við veiðar á laugardaginn við Meðalfellsvatn að veiðin væri loksins að glæðast. Einar var við veiðar ásamt syni sínum og lönduðu þeir 12 fiskum fyrir hádegið en urðu lítið varir eftir hádegi. Fiskurinn tók hinar og þessar flugur en mest fengu þeir á Black Zulu, Pheasant Tail og púpu sem Einar kallar Hnetuna. En hún er mjög svipuð hinni vinsælu Mobuto en hnýtt í litla kúlu á púpuöngul. Líkir líklega eftir litlum vatnabobba. Þeir misstu nokkuð af fiski og þar af einn vænan. Stærðin var frá einu pundi uppí 2 pund. Annars var þetta köld og vindasöm helgi. Veiðivísir ræddi þetta veðurmál allt saman við gamlann veiðimann sem man nú tímana tvenna og sagði hann sjálfur að hann hefði aldrei farið út með stöng fyrr en eftir Sjómannadaginn, það kæmi ekkert sumar fyrr en að honum liðnum. Flestir eru sammála um að þetta sé óvenjulega köld byrjun á sumrinu en veiðimenn landsins eru nú ýmsu vanir og það hlýnar um síðir, skulum við alla vega vona. Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði
Við fengum þær fréttir frá Einari Sigurðssyni sem var við veiðar á laugardaginn við Meðalfellsvatn að veiðin væri loksins að glæðast. Einar var við veiðar ásamt syni sínum og lönduðu þeir 12 fiskum fyrir hádegið en urðu lítið varir eftir hádegi. Fiskurinn tók hinar og þessar flugur en mest fengu þeir á Black Zulu, Pheasant Tail og púpu sem Einar kallar Hnetuna. En hún er mjög svipuð hinni vinsælu Mobuto en hnýtt í litla kúlu á púpuöngul. Líkir líklega eftir litlum vatnabobba. Þeir misstu nokkuð af fiski og þar af einn vænan. Stærðin var frá einu pundi uppí 2 pund. Annars var þetta köld og vindasöm helgi. Veiðivísir ræddi þetta veðurmál allt saman við gamlann veiðimann sem man nú tímana tvenna og sagði hann sjálfur að hann hefði aldrei farið út með stöng fyrr en eftir Sjómannadaginn, það kæmi ekkert sumar fyrr en að honum liðnum. Flestir eru sammála um að þetta sé óvenjulega köld byrjun á sumrinu en veiðimenn landsins eru nú ýmsu vanir og það hlýnar um síðir, skulum við alla vega vona.
Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði