Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim 28. júlí 2011 12:00 Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira