Tíu ára einhentur golfstrákur sýnir snilldartakta - myndband 27. júlí 2011 14:45 Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira