Button ekur í 200 Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn 27. júlí 2011 08:11 Jenson Button hefur komið víða við á ferlinum og sést hér aka í sýningarakstri í miðborg Moskvu í júlí. AP mynd. Mikhail Metzel Það verða tímamót hjá Jenson Button hjá McLaren á sunnudaginn. Þá keppir hann í sínu 200 Formúlu 1 móti. Á sunnudaginn verður keppt á Hungaroring brautinni skammt frá miðborg Búdapest. Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006. „Það er alltaf gaman að fara til Ungverjalandi, þar sem þetta er braut sem ég vann fyrsta kappaksturinn minn á. Ég mun fagna því að keppa í 200 mótinu á sunnudaginn. Ég trúi vart að ég hafi tekið þátt í svona mörgum mótum, af því mér finnst mér ekki degi eldri en þegar ég keppti í fyrsta skipti árið 2000", sagði Button. Button segir Búdapest fallega borg og ökumenn njótu mótsins í Ungverjalandi vel. Button hefur fallið úr leik í tveimur síðustu mótum. Fyrst á Bretlandi þegar láðist að festa framdekk tryggilega í þjónustuhléi og síðan bilaði bíll hans í Þýskalandi á sunnudaginn. „Ég vonast eftir betra gengi í Ungverjalandi. Bíllinn var samkeppnisfær í Mónakó á dögunum og ég vona að það sama verði upp á teningnum á Hungaroring þar sem brautin hefur svipaðan karakter", sagði Button. Brautarlýsing er á kappakstur.is Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Það verða tímamót hjá Jenson Button hjá McLaren á sunnudaginn. Þá keppir hann í sínu 200 Formúlu 1 móti. Á sunnudaginn verður keppt á Hungaroring brautinni skammt frá miðborg Búdapest. Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006. „Það er alltaf gaman að fara til Ungverjalandi, þar sem þetta er braut sem ég vann fyrsta kappaksturinn minn á. Ég mun fagna því að keppa í 200 mótinu á sunnudaginn. Ég trúi vart að ég hafi tekið þátt í svona mörgum mótum, af því mér finnst mér ekki degi eldri en þegar ég keppti í fyrsta skipti árið 2000", sagði Button. Button segir Búdapest fallega borg og ökumenn njótu mótsins í Ungverjalandi vel. Button hefur fallið úr leik í tveimur síðustu mótum. Fyrst á Bretlandi þegar láðist að festa framdekk tryggilega í þjónustuhléi og síðan bilaði bíll hans í Þýskalandi á sunnudaginn. „Ég vonast eftir betra gengi í Ungverjalandi. Bíllinn var samkeppnisfær í Mónakó á dögunum og ég vona að það sama verði upp á teningnum á Hungaroring þar sem brautin hefur svipaðan karakter", sagði Button. Brautarlýsing er á kappakstur.is
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira