Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur 26. júlí 2011 17:43 Lewis Hamilton fagnar sigri í Þýskalandi á sunnudaginn. AP mynd: Jens Meyers Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira