Páll Magnússon biður golfáhugamenn afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2011 11:30 Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira