Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig miðjumanninn Melissu Cary. Á heimasíðu ÍBV vonast Eyjamenn eftir því að Cary hjálpi ÍBV í þeim miklu hremmningum sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið.
Félagið hefur misst miðjumanninn Eddu Maríu Birgisdóttur til Stjörnunnar og þá glíma leikmenn liðsins við meiðsli.
Melissa á ættir að rekja til Bandaríkjanna og Ítalíu. Hún hefur meðal annars reynslu úr Meistaradeildinni en hún lék árið 2009 með liði Bardonlina á Ítalíu sem komst í undanúrslit keppninnar.
Melissa er fædd árið 1984 og hefur fengið leikheimild með Eyjakonum.
ÍBV fær miðjumann með reynslu úr Meistaradeildinni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
