Körfubolti

Stórt tap gegn Finnum á NM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hlynur og Jakob báru af í íslenska liðinu.
Hlynur og Jakob báru af í íslenska liðinu. mynd/valli
Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 73-100, gegn Finnum á Norðurlandamótinu í dag. Ísland er því búið að tapa báðum leikjum sínum á mótinu en í gær tapaði íslenska liðið fyrir Svíum.

Yfirburðir Finna í leiknum voru talsverðir en þeir leiddu í hálfleik 37-56.

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru stigahæstir með 19 stig hvor. Hlynur tók einnig 10 fráköst.

Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 5 stoðsendingar og 6 fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 8 stig og Logi Gunnarsson 7.

Jón Arnór Stefánsson lék ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla og Haukur Pálsson lék sinn fyrsta A-landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×