Alonso býst við mistökum toppökumanna í dag 24. júlí 2011 10:02 Fernando Alonso hjá Ferrari lætur móðan mása í Þýskalandi. AP mynd: Jens Meyers Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Fernando Alonso vann síðustu keppni, sem var á Silverstone með Ferrari liðinu og telur að meiri pressa sé orðinn á ökumönnum Red Bull, þar sem bæði Ferrari og McLaren liðin séu með öflugri bíla en áður. Mark Webber á Red Bull er fremstur á ráslínu í dag, en Lewis Hamilton á McLaren er honum næstur, þá koma Sebastian Vettel á Red Bull og Alonso. „Þetta var ekki auðvelt þegar þeir voru einni sekúndu á undan öllum, en núna er þeir 0.2 sekúndum á undan og þá eru menn ekki með sama sjálfstraust. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir kappaksturinn með sama hugarfari og hvernig á leggja upp keppnisáætlunina", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag um aukna samkeppni í Formúlu 1. Alonso vill meina meiri hætta sé á mistökum hjá Red Bull eins og hafi sýnt sig í Mónakó og á Silverstone mótinu og liðið hafi ekki sömu yfirburði og áður. Um mótið í dag sagði Alonso: „Við sjáum hvernig veðrið þróast og hve snöggir við erum í bleytu. Það er ekki auðvelt að sigra, en við verðum að vera fljótastir í einhverjum hluta mótsins til að eiga möguleika. Red Bull og McLaren bílarnir voru nærri hvor öðrum í tímatökunni og við verðum að stíga fram í keppninni. Ef rignir þá held ég að einhver af fremstu þremur á ráslínunni ljúki ekki keppninni. Aðstæður verða það vandasamanr. Verðlaunapallurinn er því í augnsýn", sagði Alonso. Brautarlýsing og tölfræði um mótið í dag er á kappakstur.is Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Fernando Alonso vann síðustu keppni, sem var á Silverstone með Ferrari liðinu og telur að meiri pressa sé orðinn á ökumönnum Red Bull, þar sem bæði Ferrari og McLaren liðin séu með öflugri bíla en áður. Mark Webber á Red Bull er fremstur á ráslínu í dag, en Lewis Hamilton á McLaren er honum næstur, þá koma Sebastian Vettel á Red Bull og Alonso. „Þetta var ekki auðvelt þegar þeir voru einni sekúndu á undan öllum, en núna er þeir 0.2 sekúndum á undan og þá eru menn ekki með sama sjálfstraust. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir kappaksturinn með sama hugarfari og hvernig á leggja upp keppnisáætlunina", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag um aukna samkeppni í Formúlu 1. Alonso vill meina meiri hætta sé á mistökum hjá Red Bull eins og hafi sýnt sig í Mónakó og á Silverstone mótinu og liðið hafi ekki sömu yfirburði og áður. Um mótið í dag sagði Alonso: „Við sjáum hvernig veðrið þróast og hve snöggir við erum í bleytu. Það er ekki auðvelt að sigra, en við verðum að vera fljótastir í einhverjum hluta mótsins til að eiga möguleika. Red Bull og McLaren bílarnir voru nærri hvor öðrum í tímatökunni og við verðum að stíga fram í keppninni. Ef rignir þá held ég að einhver af fremstu þremur á ráslínunni ljúki ekki keppninni. Aðstæður verða það vandasamanr. Verðlaunapallurinn er því í augnsýn", sagði Alonso. Brautarlýsing og tölfræði um mótið í dag er á kappakstur.is
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira