Haukar og BÍ/Bolungarvík gerðu markalaust jafntefli í 1. deildinni í dag er liðin mættust á Torfnesvelli á Ísafirði.
Haukar eru sem fyrr í þriðja sæti eftir leikinn en BÍ náði að komast upp í fjórða sætið með jafnteflinu.
Haukar eru með 21 stig en Skástrikið og Þróttur eru með 20.
