Webber stefnir á sigur á Nürburgring 23. júlí 2011 15:07 Mark Webber eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Martin Meissner Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira