Strákarnir í 19 ára landsliðinu fylgdu eftir stórsigri á Wales í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu með því að vinna 2-0 sigur á heimamönnum Svía í öðrum leik sínum í dag.Kristinn R. Jónsson er þjálfari íslenska liðsins.
Blikinn Árni Vilhjálmsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum á 38. og 62. mínútu en það síðara kom úr vítaspyrnu. Árni skoraði líka eitt mark í 5-1 sigrinum á Wales.
Ísland leikur á laugardaginn lokaleik sinn á mótinu þegar þeir mæta Norðmönnum en þeir töpuðu gegn Wales í dag, 1-3. Þegar ein umferð er eftir er Ísland með sex stig, Wales og Svíþjóð með þrjú og Noregur ekkert.
Strákarnir unnu Svía - Árni með bæði mörkin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn