Heiðar Davíð: Kominn tími á að sjá almennileg skor Kolbeinn Tumi Daðason í Leirunni skrifar 21. júlí 2011 15:30 Heiðar Davíð Bragason úr GÓ spilaði Leiruna á þremur höggum undir pari í dag. Hann lauk hringnum með fallegu pútti fyrir fugli á 18. holunni. „Já, þetta var ótrúlega góður birdie. Ég var aldrei á braut eftir drive og annað höggið. Þetta leit ekkert voðalega vel út en þetta reddaðist," sagði Heiðar Davíð. „Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með skorið. Ég var að skora mjög vel miðað við hvernig ég var að slá. Ég gerði rosalega vel eftir að ég komst inn fyrir 100 metrana. Það hefur alltaf verið minn styrkleiki." Heiðar Davíð varð Íslandsmeistari í Leirunni árið 2005. Hann segir völlinn allt öðruvísi í dag. „Þetta er allt annað völlur í dag. Röffið var miklu þéttara og flatirnar mikið harðari. Það var erfitt að slá á pinnann sérstaklega úr þykku röffi. Menn voru í miklum vandræðum með að stöðva boltann á flötunum." Heiðar Davíð segir völlinn bjóða upp á góð skor. „Menn vildu setja upp völlinn þannig að það yrði auðvelt að nálgast pinnann og það yrði lágt skor. Maður finnur það þegar maður slær á flatirnar. Maður getur verið rosalega agressívur á pinnann sem er gaman. Það er kominn tími á að sjá almennileg skor á Íslandsmóti," sagði Heiðar Davíð. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Heiðar Davíð Bragason úr GÓ spilaði Leiruna á þremur höggum undir pari í dag. Hann lauk hringnum með fallegu pútti fyrir fugli á 18. holunni. „Já, þetta var ótrúlega góður birdie. Ég var aldrei á braut eftir drive og annað höggið. Þetta leit ekkert voðalega vel út en þetta reddaðist," sagði Heiðar Davíð. „Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með skorið. Ég var að skora mjög vel miðað við hvernig ég var að slá. Ég gerði rosalega vel eftir að ég komst inn fyrir 100 metrana. Það hefur alltaf verið minn styrkleiki." Heiðar Davíð varð Íslandsmeistari í Leirunni árið 2005. Hann segir völlinn allt öðruvísi í dag. „Þetta er allt annað völlur í dag. Röffið var miklu þéttara og flatirnar mikið harðari. Það var erfitt að slá á pinnann sérstaklega úr þykku röffi. Menn voru í miklum vandræðum með að stöðva boltann á flötunum." Heiðar Davíð segir völlinn bjóða upp á góð skor. „Menn vildu setja upp völlinn þannig að það yrði auðvelt að nálgast pinnann og það yrði lágt skor. Maður finnur það þegar maður slær á flatirnar. Maður getur verið rosalega agressívur á pinnann sem er gaman. Það er kominn tími á að sjá almennileg skor á Íslandsmóti," sagði Heiðar Davíð.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira