Tiger rekur kylfusveininn sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júlí 2011 10:15 Tiger og Williams eru hættir að vinna saman. Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar. "Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein. Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla. "Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Eftir 12 ára samstarf er komið að leiðarlokum. Tiger Woods er búinn að reka kylfusveininn sinn, Steve Williams. Aftur nýtt upphaf hjá Tiger í þeirri von sinni að komast aftur á skrið. Saman unnu þeir 72 mót og þar af 13 risatitla. Þeir voru þess utan miklir trúnaðarvinir. Tiger segir ástæðuna vera sú að það sé kominn timu á breytingar. "Steve er frábær kylfusveinn og vinur. Hann á mikinn þátt í mínum árangri. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Tiger en hann er ekki búinn að ráða nýjan kylfusvein. Williams hefur unnið með Adam Scott í síðustu mótum sem Tiger hefur ekki getað tekið þátt í vegna meiðsla. "Kylfingur hefur fullan rétt á þvi að reka kylfusveininn sinn. Þegar illa gengur er ekki óalgengt að menn taki upp á slíku. Ég tek þessu ekkert illa en tímasetningin veldur mér vonbrigðum," sagði Williams sem er milljónamæringur eftir árin með Tiger þar sem hann var ávallt launahæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands ef hægt er að tala um kylfusvein sem íþróttamann.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira