Íslandsmótið í sjósundi fer fram í þriðja sinn í Nauthólsvík klukkan 17.00 í dag. Keppt er í þremur vegalengdum; 1 km, 3 km og 5 km.
Í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands segir að áhugi á víðavatnssundi á Íslandi fari vaxandi. Fátt sé jafn hressandi og góður sundsprettur í náttúrunni. Nú séu kjöraðstæður í Nauthólsvík, sjávarhiti í kringum 14°C og allt útlit fyrir ljómandi veður í dag.
Keppt verður í þremur vegalengdum, 1 km, 3 km og 5 km. Í lengstu vegalengdinni er keppt í tveimur flokkum í neoprene galla og hefðbundnum sundfötum, en í styttri flokkunum gilda sömu reglur og um almennar keppnir í sundlaug.
Í víðavatnssundkeppnum erlendis, eins og á Ólympíuleikunum, er almennt er keppt í 25 km, 10 km og 5 km að sögn Sundsambandsins. Garpa og ungmennakeppnir séu yfirleitt 3 km. Hins vegar segi reglur til um að ekki megi keppa í undir 16°C. Þær aðstæður komi því miður aldrei upp á Íslandi en þess í stað er keppt í styttri vegalengdum.
Sjá nánari upplýsingar um mótið á síðu Sundsambandsins, www.sundsamband.is.
Íslandsmót í víðavatnssundi fer fram í dag
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti