Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur 31. júlí 2011 10:03 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Ungverjalandi. AP mynd: Bela Szandelszky Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira