Vettel fullur sjálfstrausts á ný 30. júlí 2011 16:27 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton takast í hendur eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. „Þetta var góð tímataka hjá okkur. McLaren bílarnir voru mjög fljótir, þannig að við fórum rétta leið og mér leið miklu betur í morgun. Tímatakan gekk upp og ég er ánægður með árangurinn", sagði Vettel, en í gær náði Hamilton besta tíma á báðum æfingum. Þjónustumenn Vettels unnu í bíl hans í nótt, þar sem hann var ekki ánægður með gang mála og gerðu endurbætur á bílnum. „Við breyttum í nótt og strákarnir eiga þakkir skildar fyrir erfiðisvinnu og þeir sváfu ekki mikið og árangurinn er því ánægjulegur fyrir þá. Ég er þakklátur og er kominn með sjálfstraustið aftur og líður miklu betur í bílnum og hlakka til mótsins", sagði Vettel. Bein útsending í opinni dagskrá er frá mótinu í Ungverjalandi kl. 11.40 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing og tölfræði er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er fremstur á ráslínu fyrir ungverska kappaksturinn á sunnudag, eftir góða frammistöðu í tímatökunni í dag. Hann var á undan Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren. „Þetta var góð tímataka hjá okkur. McLaren bílarnir voru mjög fljótir, þannig að við fórum rétta leið og mér leið miklu betur í morgun. Tímatakan gekk upp og ég er ánægður með árangurinn", sagði Vettel, en í gær náði Hamilton besta tíma á báðum æfingum. Þjónustumenn Vettels unnu í bíl hans í nótt, þar sem hann var ekki ánægður með gang mála og gerðu endurbætur á bílnum. „Við breyttum í nótt og strákarnir eiga þakkir skildar fyrir erfiðisvinnu og þeir sváfu ekki mikið og árangurinn er því ánægjulegur fyrir þá. Ég er þakklátur og er kominn með sjálfstraustið aftur og líður miklu betur í bílnum og hlakka til mótsins", sagði Vettel. Bein útsending í opinni dagskrá er frá mótinu í Ungverjalandi kl. 11.40 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing og tölfræði er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira