Rory McIlroy stendur í ströngu eftir að hann skrifaði allt sem hann hugsaði í Twitterfærslu um sjónvarpsþul sem starfar á Golf Channel. Bandaríkjamenn eru allt annað en ánægðir með hversu hreinskilinn Norður-Írinn var í þessari færslu og kylfingurinn hefur nú fengið „stimpil“ sem „óþroskuð og barnaleg dekurrófa“.
Hinn 22 ára gamli McIlroy, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í júní, sendi golfsérfræðingnum Jay Townsend kalda kveðju á Twitter. Þar sem hann sagði að Townsend einfaldlega að halda kjafti þar sem hann hefði aldrei náði árangri sem atvinnukylfingur sjálfur.
Townsend hafði gagnrýnt leiksskipulagið hjá McIlroy á lokaholunni á fyrsta keppnisdegi á opna írska meistaramótinu þar sem hann fékk skramba (+2). Townsend lék sem atvinnumaður í sex ár og hann gagnrýndi McIlroy og kylfusvein hans JP Fitzgerald í Twitterfærslu.
„Það var ótrúlegt að sjá leikskipulagið hjá McIlroy, hann ætti að ráða Steve Williams, þar sem að JP leyfði Rory að gera hluti sem á ekki að gera,“ skrifaði Townsend í færslunni.
Hann hélt síðan áfram og skrifaði: „Eitt versta leiksskipulag sem ég hef séð, svona lagað sést ekki í keppni hjá 10 ára krökkum,“ skrifaði golfsérfræðingurinn einnig á Twitter.
Á þessum tímapunkti fékk Rory nóg og skrifaði færslu sem var frekar einföld og skýr. „Haltu kjaft, þú ert sjónvarpsþulur og uppgjafaratvinnumaður, þín skoðun skiptir engu máli,“ skrifaði McIlroy og deilur þeirra héldu áfram á samskiptasíðunni.
Rory McIlroy stimplaður sem óþroskuð dekurrófa
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

