AC Milan vann í dag 2-1 sigur á grönnum sínum í Inter í árlegum leik um ítalska ofurbikarinn. Leikurinn fór að þessu sinni fram á Ólympíuleikvanginum í Peking að viðstöddu fjölmenni.
Wesley Sneijder, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, kom Inter yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu.
Zlatan Ibrahimovic komst nálægt því að jafna skömmu fyrir leikslok er hann skallaði í stöng. Hann átti svo annan góðan skalla að marki á 60. mínútu og náði þá að jafna metin.
Kevin-Prince Boateng skoraði svo sigurmark Inter í leiknum níu mínútum síðar og þar við sat.
Óvíst er hvort að þetta hafi verið síðasti leikur Sneijder með Inter en hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar og nú síðast í morgun var fullyrt að Manchester City væri búið að bjóða í kappann.

