Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Glímufélaginu Ármanni kastaði 57.77 metra og hafnaði í sjöunda sæti á Demantamótinu í London sem nú stendur yfir.
Ásdís, sem í vikunni náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í London með kasti upp á 59.12 metra, var ein átta keppenda á mótinu. Christina Obergföll frá Þýskalandi sigraði með kasti upp á 66.74 metra.
Köst Ásdísar
1. kast 55.55 metrar
2. kast 56.86 metrar
3. kast 56.73 metrar
4. kast 57.77 metrar
5. kast Ógilt
6. kast 57.36 metrar
