Fótbolti

Arsenal mætir Udinese - FCK til Tékklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen skorar sigurmark FCK gegn Shamrock Rovers í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Sölvi Geir Ottesen skorar sigurmark FCK gegn Shamrock Rovers í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Nordic Photos / AFP
Dregið var í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í morgun. Arsenal mætir ítalska liðinu Udinese en Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn þarf að fara til Tékklands.

Arsenal varð í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og Udinese sömuleiðis á þeirri ítölsku.

Þýska stórliði Bayern München þarf ekki að fara langt ferðalag fyrir sinn útileik þar sem liðið drógst gegn Zürich frá Sviss. Franska liðið Lyon þarf hins vegar að fara til Rússlands þar sem liðið mætir Rubin Kazan.

Íslendingaliðin dönsku, FCK og OB, voru einnig í pottinum. Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK mæta Plzen frá Tékklandi og byrja rimmuna á heimavelli.

OB drógst gegn spænska liðinu Villarreal en Rúrik Gíslason leikur með fyrrnefnda liðinu.

Fyrri leikirnir fara fram dagana 16. og 17. ágúst en þeir síðari viku síðar. Sigurvegarar rimmanna komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Leikirnir:

Wisla Krakow - APOEL

Maccabi Haifa - Genk

Dinamo Zagreb - Malmö

FC Kaupmannahöfn - Plzen

BATE Borisov - Sturm Graz

OB - Villarreal

Twente - Benfica

Arsenal - Udinese

Bayern Münche - Zürich

Lyon - Rubin Kazan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×