Formaður Þjóðhátíðarnefndar: Niðurlægjandi að sitja undir froðusnakki 5. ágúst 2011 09:22 "Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins," segir Páll „Að halda því fram Eyjamenn velji til að stjórna hátíðinni, menn sem stjórnist af gróðasjónarmiðum, styðji nauðgunarmenningu og eru skjól fyrir kynferðisbrotamenn, er óráðshjal. Það er niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að sitja undir jafn ömurlegu froðusnakki." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hefur sent frá sér í því tilefni að Þjóðhátíð er lokið. Þar segir hann tvö atriði standa upp úr. „Góð og vond. Framkvæmd 14.000 manna hátíðar gengur mjög vel þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, glæsilegri dagsskrá er vel skilað í nýrri umgjörð, það er jákvæða hliðin. Sú neikvæða er að meðal gesta á hátíðinni leynast fársjúkir einstaklingar. Einstaklingar sem gera fólskulega árás á saklausa gesti. Árás sem opnar djúpt sár og skilur eftir ljótt ör á sálinni. Ófyrirgefanlegt. Þolendum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð," segir í yfirlýsingunni. Sem kunnugt er hafa tvær nauðganir sem áttu sér stað á Þjóðhátíð verið kærðar og vitað er um fjórar nauðganir til viðbótar sem áttu sér stað á hátíðinni. Páll sætti nokkurri gagnrýni fyrir hátíðina í ár eftir að hann sagði Stígamót nærast á kynferðisbrotum og að hann teldi ekki þörf á að þau væru á Þjóðhátíð í ár til að sinna forvarnarstarfi og taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Í yfirlýsingunni þakkar Páll þeim sem komu að framkvæmt og undirbúningi Þjóðhátíðar fyrir gott starf. „Og minna á það í leiðinni að útilokað er að færa ábyrgð þeirra voðaverka sem framin voru í Herjólfsdal á heiðarlega, harðduglega og heilbrigða starfsmenn hátíðarinnar. Gerandinn skal bera ábyrgðina," segir hann. Páll er bendir á að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé fjölskylduhátið sem haldin hefur verið frá árinu 1874. „Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi gesta. Öryggisþátturinn er í stöðugri þróun og endurskoðun," segir hann. Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
„Að halda því fram Eyjamenn velji til að stjórna hátíðinni, menn sem stjórnist af gróðasjónarmiðum, styðji nauðgunarmenningu og eru skjól fyrir kynferðisbrotamenn, er óráðshjal. Það er niðurlægjandi fyrir Vestmannaeyinga að sitja undir jafn ömurlegu froðusnakki." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, hefur sent frá sér í því tilefni að Þjóðhátíð er lokið. Þar segir hann tvö atriði standa upp úr. „Góð og vond. Framkvæmd 14.000 manna hátíðar gengur mjög vel þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, glæsilegri dagsskrá er vel skilað í nýrri umgjörð, það er jákvæða hliðin. Sú neikvæða er að meðal gesta á hátíðinni leynast fársjúkir einstaklingar. Einstaklingar sem gera fólskulega árás á saklausa gesti. Árás sem opnar djúpt sár og skilur eftir ljótt ör á sálinni. Ófyrirgefanlegt. Þolendum og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð," segir í yfirlýsingunni. Sem kunnugt er hafa tvær nauðganir sem áttu sér stað á Þjóðhátíð verið kærðar og vitað er um fjórar nauðganir til viðbótar sem áttu sér stað á hátíðinni. Páll sætti nokkurri gagnrýni fyrir hátíðina í ár eftir að hann sagði Stígamót nærast á kynferðisbrotum og að hann teldi ekki þörf á að þau væru á Þjóðhátíð í ár til að sinna forvarnarstarfi og taka á móti fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Í yfirlýsingunni þakkar Páll þeim sem komu að framkvæmt og undirbúningi Þjóðhátíðar fyrir gott starf. „Og minna á það í leiðinni að útilokað er að færa ábyrgð þeirra voðaverka sem framin voru í Herjólfsdal á heiðarlega, harðduglega og heilbrigða starfsmenn hátíðarinnar. Gerandinn skal bera ábyrgðina," segir hann. Páll er bendir á að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé fjölskylduhátið sem haldin hefur verið frá árinu 1874. „Eyjamenn leiða dætur sínar í Herjólfsdal. Þeir eru ekki að leiða þær í gin ljónsins. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi gesta. Öryggisþátturinn er í stöðugri þróun og endurskoðun," segir hann.
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira