Ellen ekki á landinu heldur þýskur tvífari Boði Logason skrifar 3. ágúst 2011 15:55 Caroline ásamt íslenskri vinkonu sinni á Þingvöllum í dag. Eins og sést á þessari mynd er svipur með henni og skemmtikraftinum Ellen Degerenes. Mynd úr einkasafni „Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu,“ segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum. Þegar fréttir bárust af veru Ellen Degerenes, skemmtikrafti og þáttastjórnanda, hér á landi í morgun brá henni heldur betur í brún og vinkonur hennar lögðu saman tvo og tvo. Caroline þykir sláandi lík stórstjörnunni. Stjórnarmaður Hinseigin daga sagðist í samtali við stærstu vefmiðla landsins vonast til að Ellen kæmi í gönguna á laugardaginn og sagði hana vera mikið átrúnaðargoð hjá lesbíum og hommum, en Ellen er samkynhneigð. Rætt var við eiganda Söstrene Grene í Smáralind í fjölmiðlum, meðal annars hér á Vísi, sem sagðist hafa afgreitt sjónvarpsstjörnuna í Smáralind í gær. Svo skemmtilega vill til að Caroline fór í Smáralind í gær ásamt íslenskum vinkonum sínum og versluðu þær meðal annars í búðinni Söstrene Grene. Eftir að ruglingurinn komst upp hafði fréttastofa aftur samband við eiganda búðarinnar, sem þótti misskilningurinn engu síður spaugilegur en Caroline sjálfri. Hún vildi hinsvegar ítreka það að hún hafði ekki frumkvæði að því að hafa samband við fjölmiðla. Caroline segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem hún lendir í aðstæðum sem þessum. „Ég hef oft lent í þessu um allan heim en ekkert eins og hér á Íslandi að þetta fari í fjölmiðla,“ segir hún. Og henni finnst skemmtilegt að vera orðin fræg á Íslandi. „Það er dásamlegt,“ segir hún hlæjandi. Hún segist vera mikill aðdáandi Ellenar og segist hafa horft mikið á hana í gegnum tíðina. „Mér finnst hún frábær skemmtikraftur og rosalega fyndin.“ Íslandsvinir Tengdar fréttir Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3. ágúst 2011 10:30 Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3. ágúst 2011 10:13 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
„Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu,“ segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum. Þegar fréttir bárust af veru Ellen Degerenes, skemmtikrafti og þáttastjórnanda, hér á landi í morgun brá henni heldur betur í brún og vinkonur hennar lögðu saman tvo og tvo. Caroline þykir sláandi lík stórstjörnunni. Stjórnarmaður Hinseigin daga sagðist í samtali við stærstu vefmiðla landsins vonast til að Ellen kæmi í gönguna á laugardaginn og sagði hana vera mikið átrúnaðargoð hjá lesbíum og hommum, en Ellen er samkynhneigð. Rætt var við eiganda Söstrene Grene í Smáralind í fjölmiðlum, meðal annars hér á Vísi, sem sagðist hafa afgreitt sjónvarpsstjörnuna í Smáralind í gær. Svo skemmtilega vill til að Caroline fór í Smáralind í gær ásamt íslenskum vinkonum sínum og versluðu þær meðal annars í búðinni Söstrene Grene. Eftir að ruglingurinn komst upp hafði fréttastofa aftur samband við eiganda búðarinnar, sem þótti misskilningurinn engu síður spaugilegur en Caroline sjálfri. Hún vildi hinsvegar ítreka það að hún hafði ekki frumkvæði að því að hafa samband við fjölmiðla. Caroline segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem hún lendir í aðstæðum sem þessum. „Ég hef oft lent í þessu um allan heim en ekkert eins og hér á Íslandi að þetta fari í fjölmiðla,“ segir hún. Og henni finnst skemmtilegt að vera orðin fræg á Íslandi. „Það er dásamlegt,“ segir hún hlæjandi. Hún segist vera mikill aðdáandi Ellenar og segist hafa horft mikið á hana í gegnum tíðina. „Mér finnst hún frábær skemmtikraftur og rosalega fyndin.“
Íslandsvinir Tengdar fréttir Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3. ágúst 2011 10:30 Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3. ágúst 2011 10:13 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Ellen myndi gleðja mörg hjörtu ef hún yrði viðstödd gönguna „Hún er ekki á okkar vegum," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, sem situr í stjórn Hinseigin daga sem hefjast á fimmtudaginn næstkomandi. 3. ágúst 2011 10:30
Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra. 3. ágúst 2011 10:13