Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2011 14:38 Halldór Gunnarsson með boltableikju úr Kleifarvatni Mynd af www.veidikortid.is Þessa frétt fengum við hjá Veiðikortinu, "Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus. Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg)". Veiðivísir hefur heyrt af nokkrum sem hafa gert fína veiði í vatninu en menn hafa verið afskaplega tregir við að gefa upplýsingar hvar þeir hafa verið að veiða þessa fiska. Einn veiðimaður var þó allkátur með að deila með okkur sínum bestu stöðum, en hann sagðist veiða mest í suðurenda vatnsins og nota mest þyngdar púpur með kúluhaus. Suma daga hefur mikið af bleikju verið við botninn en minna aðra daga. Þegar lægir á kvöldin sjást stundum vakir um allt vatn og oft alveg upp við bakkana. Hann segir að galdurinn sé að veiða annað hvort eldsnemma eða á kvöldin, það sé í það minnsta það sem hefur skilað honum bestri veiði. Það má minnast á það að í síðustu ferð þessa ágæta veiðimanns fékk hann 24 bleikjur á einni kvöldstund við vatnið. Ekki amalegt það. Fréttin og myndin er birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Þessa frétt fengum við hjá Veiðikortinu, "Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus. Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg)". Veiðivísir hefur heyrt af nokkrum sem hafa gert fína veiði í vatninu en menn hafa verið afskaplega tregir við að gefa upplýsingar hvar þeir hafa verið að veiða þessa fiska. Einn veiðimaður var þó allkátur með að deila með okkur sínum bestu stöðum, en hann sagðist veiða mest í suðurenda vatnsins og nota mest þyngdar púpur með kúluhaus. Suma daga hefur mikið af bleikju verið við botninn en minna aðra daga. Þegar lægir á kvöldin sjást stundum vakir um allt vatn og oft alveg upp við bakkana. Hann segir að galdurinn sé að veiða annað hvort eldsnemma eða á kvöldin, það sé í það minnsta það sem hefur skilað honum bestri veiði. Það má minnast á það að í síðustu ferð þessa ágæta veiðimanns fékk hann 24 bleikjur á einni kvöldstund við vatnið. Ekki amalegt það. Fréttin og myndin er birt með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði