Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012 2. ágúst 2011 17:43 Mark Webber og Helmut Marko hjá Red Bull ræða málin. AP mynd: Martin Meissner Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull. „Við erum í viðræðum við Mark um næsta ár og ég geri ráð fyrir að hann verði hérna. Hann er vinsæll innan liðsins og gæti vel átt eftir 2, 3 eða 4 ár. Það er undir honum komið. Hann er mjög samkeppnisfær og hungraður", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Keppnislið verða í sumarfríi næstu vikurnar, en keppt verður næst á Spa brautinni í Belgíu 26. ágúst. „Það er samkomulag okkar á milli um það að ræða málin í lok sumars. Við erum í góðum samskiptum okkar á milli og samtöl við hann eru hrein og bein. Báðir aðilar hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi og við munum setjast niður á næstu vikum á meðan fríinu stendur og skoða næsta ár", sagði Horner. Webber er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull. „Við erum í viðræðum við Mark um næsta ár og ég geri ráð fyrir að hann verði hérna. Hann er vinsæll innan liðsins og gæti vel átt eftir 2, 3 eða 4 ár. Það er undir honum komið. Hann er mjög samkeppnisfær og hungraður", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Keppnislið verða í sumarfríi næstu vikurnar, en keppt verður næst á Spa brautinni í Belgíu 26. ágúst. „Það er samkomulag okkar á milli um það að ræða málin í lok sumars. Við erum í góðum samskiptum okkar á milli og samtöl við hann eru hrein og bein. Báðir aðilar hafa áhuga á áframhaldandi samstarfi og við munum setjast niður á næstu vikum á meðan fríinu stendur og skoða næsta ár", sagði Horner. Webber er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira