Heidfeld stóð ógn af eldinum 2. ágúst 2011 12:58 Eldur kviknaði í bíl Nick Heidfeld í kappakstrinum i Ungverjalandi á sunnudaginn. AP mynd Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum. Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira