126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2011 10:49 Mynd af www.lax-a.is Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum. Sumir staðirnir eru alveg pakkaðir af laxi og hann gengur hratt upp á efri staðina. Við heyrðum af veiðimanni sem fékk 5 laxa á svæði 8 og alla grálúsuga. Það veiddust 6280 laxar í ánni í fyrra samkvæmt veiðitölum inná www.angling.is og miðað við hvað það er mikið af laxi í ánni þá má reikna með að hún gæti alveg náð þeirri tölu. En það verður þóað hafa í huga að það fór allt mikið seinna af stað heldur en síðasta sumar. Af öðrum ám á svæðinu má nefna að Affallið virðist loksins komið í gang og lax hefur verið að ganga í auknum mæli í ánna síðustu daga. Eins eru fyrstu laxarnir komnir á land úr Þverá í Fljótshlíð. Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði SVFR semur um Gljúfurá í Borgarfirði Veiði
Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum. Sumir staðirnir eru alveg pakkaðir af laxi og hann gengur hratt upp á efri staðina. Við heyrðum af veiðimanni sem fékk 5 laxa á svæði 8 og alla grálúsuga. Það veiddust 6280 laxar í ánni í fyrra samkvæmt veiðitölum inná www.angling.is og miðað við hvað það er mikið af laxi í ánni þá má reikna með að hún gæti alveg náð þeirri tölu. En það verður þóað hafa í huga að það fór allt mikið seinna af stað heldur en síðasta sumar. Af öðrum ám á svæðinu má nefna að Affallið virðist loksins komið í gang og lax hefur verið að ganga í auknum mæli í ánna síðustu daga. Eins eru fyrstu laxarnir komnir á land úr Þverá í Fljótshlíð.
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði SVFR semur um Gljúfurá í Borgarfirði Veiði