Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2011 19:03 Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. Undanfarnar vikur hafa verið nokkuð magnaðar nyrðra að því leitinu til að veiðimenn hafa þurft að notast við smærri flugur en oftast áður. Vegna þessa hafa veiðimenn lent í brasi með stærstu laxana sem ítrekað rétta upp önglana. Laxinn stóri í morgun er enn einn hængurinn af stærri gerðinni sem veiðist í sumar, þó ekki séu þeir jafn margir nú og í fyrra. Mjög stór hluti veiðinnar hafa verið hrygnur frá 14-18 pund, en hængurinn hefur ekki verið að gefa sig í veðurblíðunni undanfarið. Á myndinni má sjá laxinn sem var 105 cm og vigtaður 25 pund. Fékkst hann í Beygjunni ofan við Knútsstaðabæin, sem er annálaður stórlaxastaður. Tók hann Night Hawk einkrækju númer átta sem lax úr laxinum í háfnum. Veiðimaðurinn var erlendur. Þar er Björgvin Viðarsson leiðsögumaður frá Kraunastöðum sem hampar hér laxinum með sínum alkunna "Zoolander" svip. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Veiði
Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. Undanfarnar vikur hafa verið nokkuð magnaðar nyrðra að því leitinu til að veiðimenn hafa þurft að notast við smærri flugur en oftast áður. Vegna þessa hafa veiðimenn lent í brasi með stærstu laxana sem ítrekað rétta upp önglana. Laxinn stóri í morgun er enn einn hængurinn af stærri gerðinni sem veiðist í sumar, þó ekki séu þeir jafn margir nú og í fyrra. Mjög stór hluti veiðinnar hafa verið hrygnur frá 14-18 pund, en hængurinn hefur ekki verið að gefa sig í veðurblíðunni undanfarið. Á myndinni má sjá laxinn sem var 105 cm og vigtaður 25 pund. Fékkst hann í Beygjunni ofan við Knútsstaðabæin, sem er annálaður stórlaxastaður. Tók hann Night Hawk einkrækju númer átta sem lax úr laxinum í háfnum. Veiðimaðurinn var erlendur. Þar er Björgvin Viðarsson leiðsögumaður frá Kraunastöðum sem hampar hér laxinum með sínum alkunna "Zoolander" svip. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Veiði