Harkalegur niðurskurður 1. ágúst 2011 12:05 Mynd/AP Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira