Portúgalska félagið FC Porto hefur samþykkt það að selja Kólumbíumanninn Radamel Falcao til spænska liðsins Atletico Madrid fyrir 40 milljónir evra. Kaupverðið gæti á endanum hækkað upp í 47 milljónir evra gangi Falcao allt í haginn í spænska boltanum.
Falcao hefur gælunafnið Tígri og var algjör lykilmaður í frábærum árangri Porto á síðustu leiktíð. Falcao skoraði alls 34 mörk á tímabilinu 2010-11 og hjálpaði Porto að vinna fjóra titla þar á meðal Evrópudeildina þar sem hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum í Dublin.
Porto græddi mikið á Falcao sem félagið keypti á aðeins 3,93 milljónir evra frá argentínska félaginu River Plate árið 2009.
Falcao er 25 ára framherji sem er þekktur fyrir skallagetu sína þótt að hann sé ekki hár í loftinu. Hann mun fylla í skarð Sergio Aguero sem Atletico seldi á dögunum til Manchester City.
Falcao var reyndar ekki eini leikmaðurinn sem Atletico keypti frá Porto því félagið borgaði að auki 5 milljónir evra fyrir miðjumanninn Ruben Micael.
Porto búið að selja Falcao til Atletico fyrir 40 milljónir evra
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
