Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská 17. ágúst 2011 10:00 Mynd af www.svfr.is Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. Morguninn 15. ágúst hrundi stórt stykki úr berginu á milli Bjarghorns og Skúlaskeiðs. Mikil rigning var nóttina áður og hefur það eflaust átt sinn þátt í hruninu. Veiðimenn á svæðinu urðu vitni að þessu en tveir þeirra gengu þarna undir ca. 10 mínútum áður en hrundi. Við biðjum menn að gætu ítrustu varúðar ef þeir fara þarna um , en víða má sjá sprungur í berginu og lausa steina sem þurfa ekki mikla hvatningu til að fara af stað. Sérstaklega er þetta varasamt í rigningu. Af Fnjóská er það að frétta að veiðin er væntanlega komin yfir 400 laxa. Stangir sem við höfðum tal af í morgun voru komnar með 11 laxa, alla af veiðisvæðum 2 og 3. Þrír þeirra voru nýgengnir laxar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði
Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega. Morguninn 15. ágúst hrundi stórt stykki úr berginu á milli Bjarghorns og Skúlaskeiðs. Mikil rigning var nóttina áður og hefur það eflaust átt sinn þátt í hruninu. Veiðimenn á svæðinu urðu vitni að þessu en tveir þeirra gengu þarna undir ca. 10 mínútum áður en hrundi. Við biðjum menn að gætu ítrustu varúðar ef þeir fara þarna um , en víða má sjá sprungur í berginu og lausa steina sem þurfa ekki mikla hvatningu til að fara af stað. Sérstaklega er þetta varasamt í rigningu. Af Fnjóská er það að frétta að veiðin er væntanlega komin yfir 400 laxa. Stangir sem við höfðum tal af í morgun voru komnar með 11 laxa, alla af veiðisvæðum 2 og 3. Þrír þeirra voru nýgengnir laxar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði