Mikið undir á Sedgefield-vellinum - Ólafur Björn mætir stjörnunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 17:30 Davis Love verður á svæðinu líkt og fjölmargar aðrar golfstjörnur. Nordic Photos/AFP Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira