Horner: Vettel hungraður í sigur 15. ágúst 2011 14:20 Sebastian Vettel á Red Bull er með bestan árangur í mótum ársins í Formúlu 1. Hann hefur þó ekki unnið þrjú síðustu mót. Mynd: Getty Images/Lars Baron/Red Bull Racing Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira