Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. ágúst 2011 11:47 Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira