Zlatan Ibrahimovic meiddist á ökkla í æfingaleik AC Milan á móti æskufélagi sínu Malmö FF í gær en liðin gerðu 2-2 jafntefli í þessum leik. Antonio Cassano kom AC Milan í 1-0 en Svíarnir svöruðu með tveimur mörkum áður en Kevin Boateng tryggði Milanó-liðinu jafntefli í lokin.
Ibrahimovic hóf ferillinn hjá Malmö FF og skoraði 16 mörk í 40 leikjum með liðinu á árunum 1998 til 2001. Hann var síðan seldur til Ajax.
Zlatan hrósaði mikið hinum tvítuga Ivo Pekalski fyrir leikinn en meiddist síðan á ökkla í fyrri hálfleik eftir tæklingu frá Pekalski.
„Ég snéri á mér ökklann einhvern tímann í fyrri hálfleik en ég vildi ekki fara af velli því áhorfendurnir voru svo frábærir. Ég gat samt ekki meira eftir klukkutíma leik," sagði Ibrahimovic í viðtali á heimasíðu AC Milan.
„Ég er að drepast í ökklanum núna en læknirinn sagði mér að þetta væri nú ekki alvarlegt," sagði Zlatan.
Zlatan meiddist á móti æskufélaginu sínu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti