Óvæntur en bandarískur sigur á PGA-meistaramótinu í golfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 00:24 Nordic Photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira