Alls tuttugu og tvær Apple verslanir í kínversku borginni Kunming hafa verið afhjúpaðar sem gerviverslanir en verslanirnar voru innréttaðar sem ekta Apple búðir og starfsfólkið, sem var allt í sérstökum Apple einkennisfatnaði, hélt það væri að vinna í ósviknum Apple búðum.
Eftirlitsmenn í borginni fóru á stúfana eftir að myndir birtust úr einni af búðunum á netinu, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrstu var talið að verslanirnar væru fimm talsins, en þær reyndust tuttugu og tvær. Nokkrum þeirra var strax lokað þar sem þær höfðu ekki tilskilin verslunarleyfi.
Ekki liggur fyrir hvort vörurnar sem seldar voru í búðunum, sem voru ósviknar Apple vörur, hafi verið keyptar frá dreifingaraðila Apple í Kína eða hvort eigendur verslananna hafi flutt þær inn beint.
Starfsfólkið hélt að það ynni í alvöru Apple-búð

Mest lesið


Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent