Golfklúbbur Reykjavíkur er í góðri stöðu í karla og kvennaflokki í Sveitakeppninni í golfi. Bæði lið urðu í efsta sæti í sínum riðli og spila í undanúrslitum síðar í dag.
Keppni í 1. deild karla fer fram í Leirdal hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
GR varð efstur í A-riðli í karlaflokki með þrjú stig en Golfklúbbur Vestmannaeyja í öðru sæti með tvö stig. Liðin tryggðu sér sæti í undanúrslitum síðar í dag en leikið er í Leirdal á golfvelli GKG.
GR mætir Golfklúbbinum Kili í undanúrslitum en liðið lenti í öðru sæti B-riðils. Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar var efstur í riðlinum og mætir því GR í undanúrslitum.
Í kvennaflokki er leikið á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili
GR, sem varð efstur í A-riðli, mætir GKG sem varð í öðru sæti í B-riðli í undanúrslitum. Í hinni viðureigninni mætir lið Keilis, sem sigraði í B-riðli, liði Kjalar sem hafnaði í öðru sæti í A-riðli.
GR á titil að verja í karla- og kvennaflokki. Úrslitaeinvígin fara fram á morgun.
Nánar um Sveitakeppnina hér.
GR í góðum málum eftir riðlana í Sveitakeppninni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
