Fótbolti

Birgit Prinz leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hin 33 ára Prinz tilkynnti fjölmiðlum ákvörðun sína í dag.
Hin 33 ára Prinz tilkynnti fjölmiðlum ákvörðun sína í dag. Nordic Photos/AFP
Þýska knattspyrnukempan Birgit Prinz hefur lagt skóna á hilluna. Prinz, hefur verið ein besta fótboltakona heims undanfarin áratug, tilkynnti ákvörðun sína í dag.

„Eftir 25 ár er komið að því að ljúka knattspyrnuferlinum. Ákvörðunin er ekki auðveld en ég tel tímasetninguna rétta,“ sagði Prinz.

Prinz á magnaðan feril að baki. Hún lék 214 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 128 mörk. Síðasti landsleikur hennar var 1-0 sigurinn á Nígeríu á heimsmeistaramótinu í sumar.

Prinz var þrívegis valin besta knattspyrnukona heims og fjögur síðustu ár var hún önnur í kjörinu. Hún er markahæsti leikmaður í úrslitakeppni HM kvenna frá upphafi ásamt Mörtu með fjórtán mörk.

Þá var Prinz lykilmaður í liði Þýskalands sem varð heimsmeistari tvívegis og Evrópumeistari fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×