Gríska knattspyrnufélaginu Olympiakos Volos hefur verið vísað úr Evrópudeildinni. Félagið átti að mæta Paris Saint Germain í 4. umferð forkeppninnar í næstu viku en varð uppvíst um hagræðingu úrslita í heimalandinu.
Gríska knattspyrnusambandið ákvað fyrr í vikunni að draga stig af tveimur félögum, Volos og Kavala, en upphaflega átti að senda félögin niður í næstefstu deild. Volos byrjar tímabilið með -10 stig en Kavala -8 stig.
Nú hefur UEFA tekið málið fyrir og refsað Volos sem fyrr segir með útilokun frá frekari þátttöku í Evrópudeildinni. Félagið tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð þegar félagið hafnaði í fimmta sæti.
Forsvarsmenn Volos hafa til miðnættis á mánudaginn að áfrýja úrskurðinum. Lögfræðingur félagsins hefur sagt að félagið muni áfrýja úrskurðinum og leita réttar síns hjá alþjóða áfrýjunardómstól íþróttamála.
Rannsókn UEFA á hagræðingu úrslita í Grikklandi hófst í júní. Talið er að úrslitum í yfir 40 viðureignum í Grikklandi hafi verið hagrætt. Þar á meðal eru viðureignir í efstu deild þar í landi.
UEFA á eftir að ákveða hvaða félag tekur sæti Volos í Evrópudeildinni.
UEFA vísar Olympiakos Volos úr Evrópudeildinni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

