Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina 29. ágúst 2011 20:49 Robert Kubica vonast eftir því að komast í Formúlu 1 á ný. Mynd: LAT photographic/Andrew Ferraro/Renault F1 Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins. Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins.
Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira